maandag, november 20, 2006

Víðast orðið greiðfært á höfuðborgarsvæðinu

Búið er að ryðja flestar stærri götur á höfuðborgarsvæðinu, en enn er mikill snjór í mörgum smærri götum og víða á bílastæðum. Vonir standa þó til að lokið verði við allan snjómokstur í dag. Á miðvikudag er von á dálítilli snjókomu suðvestanlands en annars er búist við heldur hlýnandi veðri við strendur víðast hvar og eru því líkur á að snjórinn sé á förum í bili.

Geen opmerkingen: